Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Ég hef aldrei litið svo á að flugvallargerð í Hvassahrauni sé raunhæf hugmynd,“ segir Arnar Friðriksson framkvæmdastjóri Norlandair. „Næstu 20-30 árin verður flugstarfsemi í Vatnsmýrinni í Reykjavík og á þeim tíma ætti að finnast nýtt vallarsvæði, á stað þar sem ekki er eldgosahætta. Í hinni nýju skýrslu sem var að koma út virðist lítið horft til þess að þarna gæti miðað við reynslu síðustu ára runnið hraun. Að láta sér þá detta í hug að fara þarna í mannvirkjagerð fyrir hundruð milljarða króna er sérstakt.“

Í hánorður til Constable Point

Höfuðstöðvarnar í flugrekstri Norlandair eru á Akureyri en hluti starfseminnar er í Reykjavík. Í flota félagsins eru þrjár Twin Otter-vélar sem nýtast vel í flugi út

...