Sveppalaga ský af reykjarmekki og eimyrju stigu upp af líbönsku höfuðborginni Beirút í gærdag þegar beitt skeyti loftárásar á vegum Ísraelshers hæfðu úthverfi sunnarlega í borginni og lágu átján manns í valnum þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi en fregnir höfðu þá borist af 92 særðum
Flótti Tyrkneskur hermaður heldur á barni í örmum sér í hafnarborginni Mersin í Líbanon við bráðaflutninga tyrkneskra ríkisborgara frá landinu í gær.
Flótti Tyrkneskur hermaður heldur á barni í örmum sér í hafnarborginni Mersin í Líbanon við bráðaflutninga tyrkneskra ríkisborgara frá landinu í gær. — AFP/Ozan Kose

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Sveppalaga ský af reykjarmekki og eimyrju stigu upp af líbönsku höfuðborginni Beirút í gærdag þegar beitt skeyti loftárásar á vegum Ísraelshers hæfðu úthverfi sunnarlega í borginni og lágu átján manns í valnum þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi en fregnir höfðu þá borist af 92 særðum.

Íbúar yfirgefið heimili

Birtu líbanskar sjónvarpsstöðvar myndskeið af skelfingu og ringulreið í hverfunum Ras el-Nabaa og al-Nuweiri sem katarski fjölmiðillinn Al Jazeera kvað ósvikin í kjölfar þess er staðreyndastofa miðilsins gaumgæfði þau og vottaði.

Beindust árásir nágrannaríkisins að þéttbyggðum svæðum borgarinnar þar sem reykur sást stíga upp af fjölbýlishúsum auk þess sem eldar loguðu víða á götum.

...