Hattarmenn frá Egilsstöðum eru óvænt á toppnum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 120:115, eftir framlengdan leik í annarri umferðinni á Egilsstöðum í gærkvöldi
Mikilvægur Marreon Jackson, sem var atkvæðamestur í liði Þórs Þorlákshafnar, sækir að Valsaranum Kristni Pálssyni í Valsheimilinu í gærkvöldi.
Mikilvægur Marreon Jackson, sem var atkvæðamestur í liði Þórs Þorlákshafnar, sækir að Valsaranum Kristni Pálssyni í Valsheimilinu í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eyþór

Körfuboltinn

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Hattarmenn frá Egilsstöðum eru óvænt á toppnum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 120:115, eftir framlengdan leik í annarri umferðinni á Egilsstöðum í gærkvöldi. Höttur er með fullt hús stiga með besta stigamismuninn eftir að hafa burstað Hauka í fyrsta leik.

Leiknum lauk 103:103 eftir venjulegan leiktíma og þurfti því framlengingu til að útkljá málin. Þar voru Hattarmenn sterkari og unnu góðan sigur.

Courvoisier McCauley skoraði 28 stig, tók tíu fráköst og gaf tvær stoðsendingar í liði Hattar en Matej Karlovic átti einnig mjög góðan leik og skoraði 17 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hjá Keflavík skoraði Wendell Green 32 stig,

...