Afturelding tyllti sér á topp úrvalsdeildar karla í handknattleik með því að vinna öruggan sigur á HK, 32:24, í sjöttu umferð deildarinnar í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi. Afturelding er nú með níu stig á toppnum, einu stigi fyrir ofan Gróttu og FH í sætunum fyrir neðan
Gleði Leikmenn Stjörnunnar fagna innilega eftir að hafa unnið Gróttu með minnsta mun, 30:29, í úrvalsdeild karla í Garðabænum í gærkvöldi.
Gleði Leikmenn Stjörnunnar fagna innilega eftir að hafa unnið Gróttu með minnsta mun, 30:29, í úrvalsdeild karla í Garðabænum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eyþór

Handboltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Afturelding tyllti sér á topp úrvalsdeildar karla í handknattleik með því að vinna öruggan sigur á HK, 32:24, í sjöttu umferð deildarinnar í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi.

Afturelding er nú með níu stig á toppnum, einu stigi fyrir ofan Gróttu og FH í sætunum fyrir neðan. HK fór með tapinu niður í 11. og næstneðsta sæti þar sem liðið er áfram með þrjú stig.

Eftir mikið jafnræði í fyrri hálfleik og fyrri hluta síðari hálfleiks sigldu gestirnir úr Mosfellsbæ fram úr síðasta stundarfjórðunginn og unnu að lokum þægilegan átta marka sigur.

Birgir Steinn Jónsson var markahæstur í leiknum með átta mörk fyrir Aftureldingu og gaf auk

...