Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur og Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason eru á meðal sex bóka sem tilnefndar eru til Petrona-­verðlaunanna í Bretlandi sem besta norræna glæpasagan
Glæpasögur Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald er meðal tilnefndra bóka.
Glæpasögur Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald er meðal tilnefndra bóka. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur og Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason eru á meðal sex bóka sem tilnefndar eru til Petrona-­verðlaunanna í Bretlandi sem besta norræna glæpasagan. Tíu bóka listi var birtur í september en nú hefur þeim verið fækkað niður í sex.

Yrsa hlaut verðlaunin árið 2015 fyrir Brakið en var einnig tilnefnd fyrir Horfðu á mig árið 2014, Lygi 2017 og Aflausn 2020. Arnaldur hefur þrisvar áður verið á stuttlista verðlaunanna, fyrir Svörtuloft 2013, Furðustrandir 2014 og Reykjavíkurnætur 2015. Þetta segir í tilkynningu frá útgefanda Yrsu, Veröld. Í ár eru, auk Yrsu og Arnaldar, tilnefnd þau Anne Mette Hancock frá Danmörku, Jørn Lier Horst frá Noregi og Jógvan Isaksen og Åsa Larsson frá Svíþjóð.

Morgunblaðið sagði

...