Gögn Hagstofu verða að vera óyggjandi

Skipuleg söfnun
og miðlun hagtalna stuðlar að upplýstri þjóðmálaumræðu; óyggjandi og óumdeildar staðreyndir eru forsenda fjölmiðlaumfjöllunar, málefnalegrar umræðu og lýðræðislegra ákvarðana.

Flestum kom því í opna skjöldu þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra upplýsti í fyrradag, að Hagstofan hefði ranglega talið um 5.000 manns í fæðingarorlofi sem ríkisstarfsmenn.

Það munar um minna á litlum vinnumarkaði en sú ranga tölfræði Hagstofunnar stæði ugglaust óhögguð ef forsætisráðherra hefði ekki grunað að þar væri maðkur í mysunni og óskað nánari upplýsinga.

Hinar staðlausu staðreyndir Hagstofunnar, sem hún hefur beðist afsökunar á, bökuðu Bjarna og Sjálfstæðisflokknum að ósekju gagnrýni – þar á meðal á þessum stað – um að ríkið hefði ekki gætt aðhalds í

...