„Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk og textana hans“ er yfirskrift tónlistar- og sögustundar með hljómsveitinni Djúpalæk klukkan 15 á Græna hattinum á Akureyri 26. október og klukkan 14 í Hlégarði í Mosfellsbæ 3
Fjör Sigurður Reynisson, Íris Jónsdóttir, Þröstur Þorbjörnsson, Haraldur Þorsteinsson og Halldór Gunnarsson.
Fjör Sigurður Reynisson, Íris Jónsdóttir, Þröstur Þorbjörnsson, Haraldur Þorsteinsson og Halldór Gunnarsson.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

„Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk og textana hans“ er yfirskrift tónlistar- og sögustundar með hljómsveitinni Djúpalæk klukkan 15 á Græna hattinum á Akureyri 26. október og klukkan 14 í Hlégarði í Mosfellsbæ 3. nóvember. Vakin verður athygli á textagerð Kristjáns við íslensk dans- og dægurlög og Halldór Gunnarsson, harmoniku-, píanó- og munnhörpuleikari bandsins, segir frá skáldinu á milli laga. „Ég þekkti Kristján vel í bernsku,“ segir Halldór og vísar til þess að þeir voru nágrannar í Hveragerði á sínum tíma. Auk þess sé Jarþrúður Þórhallsdóttir, eiginkona hans, náskyld skáldinu.

Halldór segist hafa velt því fyrir sér hvers vegna mikilsmetið skáld eins og Kristján hafi gefið sig að dægurlagatextum og samið danslagatexta. Jafnframt hafi

...