Jóhanna Anna Einarsdóttir fæddist að Dunki í Hörðudal í Dalasýslu 27. júlí 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 24. september 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Guðrún Kristjánsdóttir, húsmóðir á Dunki, f. 31.1. 1895, d. 3.9. 1979, og Einar Jón Jóhannesson, bóndi á Dunki, f. 29.12. 1889, d. 30.3. 1957. Bræður Jóhönnu voru Kristján Einar Einarsson, f. 26.11. 1924, d. 22.4. 1998, bóndi á Dunki, síðar sjómaður í Sandgerði; Daníel Einarsson, f. 10.4. 1927, d. 4.1. 2006, pípulagningamaður, bjó í Kópavogi, og Jóhannes Einarsson, f. 12.7. 1931, d. 12.1. 1964, sjómaður, bjó í Reykjavík.

Systursonur Guðrúnar, móður Jóhönnu, ólst upp á heimilinu. Hann hét Magnús Þorkell Stardal Sigurðsson, f. 20.5. 1920, d. 17.5. 1964, bjó í Borgarnesi.

Þann 14. september 1957 giftist Jóhanna Gesti Sigurjónssyni

...