Bílar Umferð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að aukast.
Bílar Umferð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að aukast. — Morgunblaðið/Eggert

Aldrei hefur áður mælst jafn mikil umferð á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði og í september. Að meðaltali fóru ríflega 190 þúsund ökutæki um mælisnið Vegagerðarinnar á hverjum sólarhring. Fyrra met var slegið í júní í fyrra en mælingar hófust árið 2005.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að umferðin hafi þó verið heldur minni en Vegagerðin spáði. Útlit er fyrir að umferðin á höfuðborgarsvæðinu aukist um ríflega þrjú prósent í ár.

Umferðin jókst um 1,7% milli septembermánaða árin 2023 og 2024. Mest jókst umferðin í mælisniði á Reykjanesbraut, eða um 2%, en minnst um mælisnið á Vesturlandsvegi, eða um 1,4%.

Í fyrsta sinn fór samanlögð meðalumferð á sólarhring yfir 190 þúsund ökutæki. Eldra met var frá því í júní 2023 en þá fóru rétt rúmlega 187 þúsund ökutæki á sólarhring

...