Samkvæmt tölum Þjóðskrár búa nú innflytjendur frá 163 ríkjum á Íslandi auk þess sem 36 einstaklingar eru ríkisfangslausir og sex einstaklingar frá ótilgreindu landi. Samkvæmt sömu tölum búa nú um 405.400 manns á landinu og eru þar af um 80 þúsund fæddir í öðru landi en Íslandi.

Ef rýnt er nánar í tölurnar, sem miðast við íbúafjöldann frá 1. október síðastliðnum, kemur í ljós að hér á landi búa nú tæplega 27 þúsund einstaklingar fæddir í Póllandi og á sjöunda þúsund Litáar. Næst koma Rúmenar, sem eru um 5.100 talsins, og svo Úkraínumenn, sem eru ríflega 4.700 talsins.

Langflestir þeirra sem eru búsettir á Íslandi, eða tæplega 392 þúsund manns, eru frá Evrópu. Þá eiga tæplega 8.000 manns hér á landi ættir að rekja til Asíu og rúmlega 2.300 til Suður-Ameríku, flestir til Venesúela. » 11