Forsætisráðherra sagði dálítið merkilegt á þingi í gær um efnahagsástandið. „Það sem er merkilegt við þetta tímabil er að Ísland sker sig úr í hópi þjóða þegar horft er á það hvernig stjórninni hefur tekist að verja heimilin við þessar sömu…
Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Forsætisráðherra sagði dálítið merkilegt á þingi í gær um efnahagsástandið.

„Það sem er merkilegt við þetta tímabil er að Ísland sker sig úr í hópi þjóða þegar horft er á það hvernig stjórninni hefur tekist að verja heimilin við þessar sömu aðstæður, vegna þess að hér á landi hefur kaupmáttur heimilanna, að teknu tilliti til vaxtanna, vaxið 11 ár í röð.“

Þetta er merkilegt af því að þegar upplýsingarnar sem Hagstofa Íslands gefur út eru skoðaðar er erfitt að skilja hvernig þetta getur verið rétt. Á nýliðnum ársfjórðungi jukust ráðstöfunartekjur um 0,1% – en höfðu dregist saman þrjá ársfjórðunga þar á undan.

Kannski var forsætisráðherra að tala um heil ár, en ekki ársfjórðunga? Nei, það virðist ekki ganga upp heldur. Á árinu 2023 hækkuðu ráðstöfunartekjur á fyrsta ársfjórðungi um 0,7% en lækkuðu svo

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson