Kennarar Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins.
Kennarar Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins. — Morgunblaðið/Ómar

Kennarar í átta skólum samþykktu í gær verkfallsaðgerðir sem eiga að hefjast á miðnætti 29. október. Samningaviðræður í Karphúsinu hafa engan árangur borið til þessa.

Verkfallsaðgerðir í leikskólum eru ótímabundnar. Verkfallsaðgerðir í grunnskólum standa til 22. nóvember, hafi samningar ekki náðst, en verkfallsaðgerðir í FSu standa til 20. desember, hafi samningar ekki náðst.

Skólarnir sem um ræðir eru Leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík, leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, Áslandsskóli í Hafnarfirði, Laugalækjarskóli í Reykjavík, Lundarskóli á Akureyri og Fjölbrautaskóli Suðurlands, FSu.

Ekki er útilokað að kennarar greiði atkvæði um að leggja niður störf í fleiri skólum en þeim sem verkfallsaðgerðir hafa þegar verið boðaðar í. Þetta staðfestir

...