„Það er rétt, það var minna af geitungum í sumar, enda veðurfarið ekki búið að vera gott,“ segir Matt­hías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Geitungar eru næmir fyrir umhverfisbreytingum, slæmt veður dregur úr…
Skordýr Geitungar voru minna sýnilegir á sveimi í sumar.
Skordýr Geitungar voru minna sýnilegir á sveimi í sumar. — Ljósmynd/Colourbox

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Það er rétt, það var minna af geitungum í sumar, enda veðurfarið ekki búið að vera gott,“ segir Matt­hías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Geitungar eru næmir fyrir umhverfisbreytingum, slæmt veður dregur úr virkni þeirra og þeir eiga erfiðara með að afla sér fæðu. Ef vorið er slæmt getur það þýtt að færri drottningar nái að byggja bú.“

Árferðið í sumar hefur verið óvenjulega blautt og kalt miðað við síðustu sumur og hafa margir tekið eftir því að minna beri

...