Finnski hljómsveitarstjórinn Leif Segerstam er ­látinn, áttræður að aldri. Hann skrifaði yfir 370 sinfóníur, stjórnaði hljómsveitum um allan heim og kallaði sjálfan sig „Jesú tónlistarinnar“, að því er segir í frétt AFP
Leif Segerstam
Leif Segerstam

Finnski hljómsveitarstjórinn Leif Segerstam er ­látinn, áttræður að aldri. Hann skrifaði yfir 370 sinfóníur, stjórnaði hljómsveitum um allan heim og kallaði sjálfan sig „Jesú tónlistarinnar“, að því er segir í frétt AFP.

Á löngum ferli var Segerstam gestahljómsveitarstjóri hjá hljómsveitum á borð við Sinfóníuhljómsveit Chicago-borgar, Los Angeles-fílharmóníuna, Útvarpshljómsveitina í Vínarborg, Sinfóníuhljómsveitina í Toronto og Konunglegu fílharmóníuna í Liverpool. Þá stjórnaði hann einnig verkum við ýmis óperuhús.

Segerstam er sagður hafa lært að lesa þriggja ára og lesa nótur fimm ára og samið sitt fyrsta tónverk sex ára. Hann var þekktur fyrir litríkan persónuleika og einkennandi sítt, hvítt hár og skegg. Hann hlaut hina virtu Síbelíusarorðu í Finnlandi árið 2005.