Hallur Andrés Baldursson fæddist 11. október 1954 í Sandgerði og ólst þar upp í hópi fjögurra systkina. „Foreldrar okkar höfðu nokkra sérstöðu í samfélagi þess tíma en mamma var ljósmóðir sem taldi sig hafa tekið á móti um 500 börnum á…
Stórfjölskyldan Samankomin í Sitges á Spáni síðastliðið sumar þar sem haldið var upp á sjötugasta ár Halls.
Stórfjölskyldan Samankomin í Sitges á Spáni síðastliðið sumar þar sem haldið var upp á sjötugasta ár Halls.

Hallur Andrés Baldursson fæddist 11. október 1954 í Sandgerði og ólst þar upp í hópi fjögurra systkina.

„Foreldrar okkar höfðu nokkra sérstöðu í samfélagi þess tíma en mamma var ljósmóðir sem taldi sig hafa tekið á móti um 500 börnum á starfsferlinum en pabbi alinn upp í sveit í Borgarfirði en rak lítið útgerðarfyrirtæki í Sandgerði á þessum árum. Við systkinin nutum mikils frjálsræðis eins og tíðkaðist í litlu sjávarþorpi en einnig kynntumst við fljótt vinnu í frystihúsum og skreiðarskemmum en segja má að setningin fræga „fast þeir sóttu sjóinn …“ hafi þá verið í fullu gildi á Suðurnesjum.“

Þegar Hallur var 17 ára tók hann landspróf í Gagnfræðaskóla Keflavíkur og fluttist síðan úr foreldrahúsum til Reykjavíkur til að hefja nám í Menntaskólanum við Tjörnina. „Í þá daga var nokkuð langt til Reykjavíkur

...