Maður sópar saman rústum á bensínstöð í Lakewood Park á Flórída eftir að fellibylurinn Milton fór þar um. Að minnsta kosti þrettán létust að sögn yfirvalda í Bandaríkjunum. Felli­byl­ur­inn er flokkaður sem stór þriðja stigs felli­byl­ur en…
— AFP/Giorgio Viera

Maður sópar saman rústum á bensínstöð í Lakewood Park á Flórída eftir að fellibylurinn Milton fór þar um. Að minnsta kosti þrettán létust að sögn yfirvalda í Bandaríkjunum. Felli­byl­ur­inn er flokkaður sem stór þriðja stigs felli­byl­ur en sam­hliða miklu ofsa­veðri hafa sjáv­ar­flóð valdið tals­verðum skemmd­um.

Tjónið er mikið á þeim svæðum sem verst urðu úti. Á mynd­um frá frétta­veit­unni AFP mátti sjá hvernig vatn flæðir yfir göt­ur í heilu hverf­un­um í Punta Gurda á Siesta Key-svæðinu. Mikið vatn var enn á göt­um í Cle­arwater í gær á sama tíma og viðbragðsaðilar hjálpuðu íbú­um að kom­ast af heim­il­um sín­um. Í miðborg St. Peters­burg féll bygg­ing­ar­krani á há­hýsi og olli mikl­um skemmd­um. Þar í borg rifnaði þakið af Tropicana-vell­in­um.