Þegar kvikmyndir sem sýndu dýpt komu til sögunnar töldu sumir tækniglaðir að það væri „framtíðin“. Það rættist ekki, sem betur fer. En einhverjir hafa villst á hugtökum af tækninnar völdum. Við sjáum í þrívídd, ekki tvívídd, þótt við þurfum sérstök gleraugu til að sjá dýpt á tvívíðu tjaldi og sýnast tígrisdýr stökkva á okkur.