Ragna Guðvarðardóttir yrkir fallegt ljóð undir yfirskriftinni „Sveitin mín“: Hlýr er þinn faðmur sem forðum fóstran mín góða lifir á brá þinni brosið sem barnsminnið geymir laufgrænni skikkju þú skrýðist en skautar þó hvítu bláar og…

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Ragna Guðvarðardóttir yrkir fallegt ljóð undir yfirskriftinni „Sveitin mín“:

Hlýr er þinn faðmur sem forðum

fóstran mín góða

lifir á brá þinni brosið

sem barnsminnið geymir

laufgrænni skikkju þú skrýðist

en skautar þó hvítu

bláar og blikandi perlur

í belti og faldi

Kristjáni frá Gilhaga varð litið til fjalla:

Sumri veikjast vörnin fer

vorsins leikja gleði þrýtur,

grundin bleika grímu ber

Glóðafeykir orðinn hvítur.

...