Bræðurnir Valon og Visar Avdyli hlutu í gær 19 og níu ára fangelsi fyrir Héraðsdómi Óslóar í Noregi, sá fyrrnefndi og eldri fyrir víg Hamse Hashi Adan við Lofsrud-grunnskólann í Mortensrud þar í borginni í október 2021 auk sjö manndrápstilrauna, en…
Dómurinn Bræður hlutu þunga dóma fyrir manndráp í Ósló í gær.
Dómurinn Bræður hlutu þunga dóma fyrir manndráp í Ósló í gær. — Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson

Bræðurnir Valon og Visar Avdyli hlutu í gær 19 og níu ára fangelsi fyrir Héraðsdómi Óslóar í Noregi, sá fyrrnefndi og eldri fyrir víg Hamse Hashi Adan við Lofsrud-grunnskólann í Mortensrud þar í borginni í október 2021 auk sjö manndrápstilrauna, en yngri bróðir hans fyrir samverknað við að valda meiri háttar líkamstjóni með banvænum afleiðingum auk alvarlegra hótana með skotvopni.

Bræðurnir fóru lengi vel huldu höfðu eftir voðaatburðinn fyrir þremur árum og voru ekki handteknir fyrr en töluvert síðar.

„Ég þarf að ræða dóminn við skjólstæðing minn síðar í dag,“ sagði Marius O. Dietrichson, verjandi eldri bróðurins sem var ekki langt frá því að hljóta þyngstu mögulegu fangelsisrefsingu samkvæmt almennum hegningarákvæðum, 21 ár, en nú hefur sérstakt hryðjuverkaákvæði tekið gildi sem heimilar mun þyngri

...