Leikritið Óskaland verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld, föstudag, kl. 20 og er því lýst sem „dásamlega fyndnu, hjartnæmu og heiðarlegu verki um fjölskylduflækjur og kynslóðabil“ á vef leikhússins
Úr Óskalandi Esther Talía Casey, Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Jörundur Ragnarsson.
Úr Óskalandi Esther Talía Casey, Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Jörundur Ragnarsson. — Ljósmyndir/Íris Dögg Einarsdóttir

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Leikritið Óskaland verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld, föstudag, kl. 20 og er því lýst sem „dásamlega fyndnu, hjartnæmu og heiðarlegu verki um fjölskylduflækjur og kynslóðabil“ á vef leikhússins. Segir þar að verkið fjalli um hjón á áttræðisaldri, Nönnu og Villa. „Lífið er í föstum skorðum en eitt kvöldið bregður út af vananum, Nanna óskar eftir skilnaði og Villi samþykkir vafningalaust. Þetta geta synir þeirra hjóna ekki sætt sig við og mæta á svæðið, ásamt eiginkonu annars þeirra, til að telja þeim hughvarf. Gamalt fólk skilur ekki, ætti að vita betur og ekki vera með vesen. Eru þau hvort eð er ekki of gömul til að vera að spá í ást og hamingju?“ segir á vef Borgarleikhússins.

Höfundur verksins, Bess Wohl, er

...