Kröf­um rík­is­ins í eyj­ar og sker hef­ur verið fækkað um helm­ing, úr um tvö þúsund niður í eitt þúsund, eft­ir að lög­menn ís­lenska rík­is­ins tóku til end­ur­skoðunar kröf­u­lýs­ing­ar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fyrir hönd ís­lenska rík­is­ins á svæði 12. Hefur óbyggðanefnd fengið endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið.

Í sam­an­tekt lög­manna rík­is­ins seg­ir að af þess­um töl­um megi ráða hversu mik­il­vægt og í reynd nauðsyn­legt hafi verið að fara í þá vinnu að leit­ast við að af­marka svæði 12 með skýr­ari hætti. Fyr­ir liggja nú end­ur­skoðaðar kröf­ur um þjóðlend­ur og sam­hliða þessu hef­ur ný korta­sjá verið gerð aðgengi­leg sem hef­ur að geyma upp­lýs­ing­ar um fjöru­borð sem unn­ar eru eft­ir bestu heim­ild­um.