Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kvað upp úr um það á Alþingi í gær að það væri „í hæsta máta mjög óeðlilegt“ að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra hefði um miðja nótt hringt í ríkislögreglustjóra út af framkvæmd á niðurstöðu stjórnkerfisins.

Bætti forsætisráðherra því við að viðkomandi ráðherra hlyti sjálfur að veita þinginu svör vegna þess. Þingmenn hljóta að kalla eftir þeim svörum komi þau ekki að frumkvæði ráðherrans.

Töluvert þarf til að forsætisráðherra svari með þessum hætti en svarið á augljóslega fullan rétt á sér. Félagsmálaráðherra, sem þá var formaður VG, og núverandi formaður VG, gengu bersýnilega allt of langt umrædda nótt og hefur það komið enn betur í ljós eftir því sem atburðir næturinnar hafa skýrst.

Þetta eitt og sér vekur

...