Sigur Heimir fagnaði sínum fyrsta sigri sem þjálfari Írlands.
Sigur Heimir fagnaði sínum fyrsta sigri sem þjálfari Írlands. — AFP/Paul Faith

Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Írlands í knattspyrnu, stýrði liðinu til fyrsta sigursins undir sinni stjórn er það lagði Finnland að velli, 2:1, í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildar Evrópu í Helsinki í gærkvöldi. Írland hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Heimis í Þjóðadeildinni en er nú með þrjú stig í riðlinum. Liam Scales og Robbie Brady skoruðu mörk Írlands eftir að Joel Pohjanpalo hafði komið Finnum yfir.