Lögreglan í Gautaborg í Svíþjóð rannsakar nú skot sem hleypt var af við ísraelsku vopnaverksmiðjuna Elbit Systems Sweden í Kallebäck þar í bænum í gærmorgun. Enginn varð fyrir líkamstjóni vegna atburðarins en lögregla handtók í kjölfarið þrettán ára …
Skotum var hleypt af í Gautaborg.
Skotum var hleypt af í Gautaborg.

Lögreglan í Gautaborg í Svíþjóð rannsakar nú skot sem hleypt var af við ísraelsku vopnaverksmiðjuna Elbit Systems Sweden í Kallebäck þar í bænum í gærmorgun. Enginn varð fyrir líkamstjóni vegna atburðarins en lögregla handtók í kjölfarið þrettán ára gamlan dreng, eftir því sem sænska ríkisútvarpið SVT kemst næst.

Rannsakar lögregla atburðinn sem tilraun til manndráps og meiri háttar vopnalagabrot og kvað August Brandt upplýsingafulltrúi lögreglunnar mestu mildi að meiðsli hefðu ekki hlotist af þegar SVT ræddi við hann í gær. Elbit er einn stærsti framleiðandi Ísraels á varnarbúnaði að sögn Johns Granlunds öryggismálaskrifara SVT og selur til að mynda fjarskiptabúnað til erlendra ríkja.