Helga Marteinsdóttir fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1945. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. september 2024.

Hún var dóttir Þorgerðar Vilhjálmsdóttur húsfreyju, f. 27. febrúar 1918, d. 4. október 1996, og Marteins Davíðssonar múrara, f. 26. október 1914, d. 2. nóvember 1995. Uppeldisfaðir hennar var Árni Jónsson bóndi í Holtsmúla í Landsveit, f. 17. júní 1896, d. 16. september 1995. Tvíburasystir Helgu var andvana fædd 15. ágúst 1945. Bróðir Helgu sammæðra var Þorsteinn Árnason, f. 23. október 1949, d. 17. júní 2004. Helga átti einnig fimm systur samfeðra og sjö stjúpsystkini.

Helga fluttist með móður sinni rúmlega ársgömul í Landsveitina og bjó fyrst að Marteinstungu en rúmu ári síðar fluttu þær mæðgur að Holtsmúla í Landsveit í faðm Árna og ólst hún þar upp. Þorgerður og Árni fluttu á Selfoss árið

...