Þorbjörg Þóroddsdóttir fæddist á Eiðum á Fljótsdalshéraði 23. ágúst 1938. Hún lést eftir skammvinn veikindi á Landspítalanum 1. október 2024.

Foreldrar hennar voru Þóroddur Guðmundsson, kennari og skáld frá Sandi, f. 1904, d. 1983, og Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1905, d. 2000. Systir Þorbjargar var Guðrún, f. 1941, d. 2023.

Fjölskyldan flutti frá Eiðum að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp þar sem Þóroddur var skólastjóri við héraðsskólann 1944-1948. Þau settust þá að í Hafnarfirði þar sem Þóroddur var kennari við Flensborgarskólann. Að loknu grunnskólanámi gekk Þorbjörg í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent þaðan 1958. Hún lauk prófi frá Kennaraskólanum og starfaði sem kennari í Breiðagerðisskóla.

Árið 1960 giftist hún Bjarna Hannessyni, f. 1938, sem nam læknisfræði við Háskóla Íslands.

...