Goðsögn Nadal keppir síðasta sinni í Davis-bikarnum í Málaga.
Goðsögn Nadal keppir síðasta sinni í Davis-bikarnum í Málaga. — AFP/Carl de Souza

Spán­verj­inn Rafa­el Na­dal hefur ákveðið að leggja tenn­is­spaðann á hill­una í næsta mánuði eft­ir gríðarlega far­sæl­an fer­il.

Na­dal, sem er 38 ára, hef­ur unnið næst­flest ri­sa­mót allra í sög­unni, eða 22. Þar af vann hann Opna franska meist­ara­mótið 14 sinn­um. Þar er keppt á leir og var Na­dal þekkt­ur sem kon­ung­ur leirs­ins. Hann hef­ur glímt mikið við meiðsli und­an­far­in ár og gerðu þau hon­um erfitt fyr­ir á síðustu árum fer­ils­ins.