Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu karla á ekki lengur möguleika á því að tryggja sér sæti á EM 2025 í Slóvakíu eftir að liðið laut í lægra haldi fyrir Litáen, 0:2, í sjöundu umferð I-riðils undankeppninnar á Víkingsvelli í gær
Barátta Fyrirliðinn Andri Fannar Baldursson og Martynas Setkus eigast við á Víkingsvelli í gær. Daníel Freyr Kristjánsson bíður átekta.
Barátta Fyrirliðinn Andri Fannar Baldursson og Martynas Setkus eigast við á Víkingsvelli í gær. Daníel Freyr Kristjánsson bíður átekta. — Morgunblaðið/Karítas

U21 árs landsliðið

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu karla á ekki lengur möguleika á því að tryggja sér sæti á EM 2025 í Slóvakíu eftir að liðið laut í lægra haldi fyrir Litáen, 0:2, í sjöundu umferð I-riðils undankeppninnar á Víkingsvelli í gær.

Með sigri hefði Ísland átt fyrir höndum hreinan úrslitaleik gegn Danmörku í lokaumferðinni ytra eftir helgi, um annaðhvort efsta eða annað sæti riðilsins, en nú er ljóst að íslenska liðið getur ekki endað ofar en í þriðja sæti.

Toppsætið gefur beint sæti á EM og annað sætið er umspilssæti. Danmörk og Wales eru jöfn að stigum í efstu sætunum með 14 stig og berjast um toppsætið í lokaumferðinni á þriðjudag.

...