Sýning Ólafar Nordal, Fyglingar, verður opnuð í Portfolio galleríi á morgun, laugardaginn 12. október, kl. 16-18 en sýningin stendur til 2. nóvember. Margrét Elísabet Ólafsdóttir skrifar m.a. í sýningartexta: „Á móti mér tekur hópur af…

Sýning Ólafar Nordal, Fyglingar, verður opnuð í Portfolio galleríi á morgun, laugardaginn 12. október, kl. 16-18 en sýningin stendur til 2. nóvember.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir skrifar m.a. í sýningartexta: „Á móti mér tekur hópur af bronsskúlptúrum sem Ólöf Nordal hefur dreift um gólfið á vinnustofu sinni. Skúlptúrarnir eru misstórir og hafa allir tekið á sig myndir af fígúrum. Við fyrstu sýn virðast fígúrurnar áþekkar, enda allar af sömu tegund bronsskúlptúra, en hafa þegar betur er að gáð hefur hver sín sérkenni. Þegar hverri og einni er veitt nánari athygli koma í ljós einstaklingseinkenni.“