Erling Haaland sló í gærkvöldi 90 ára gamalt markamet norska landsliðsins í knattspyrnu þegar hann skoraði tvívegis í 3:0-sigri Noregs á Slóveníu í 3. riðli B-deildar Þjóðadeildar Evrópu. Haaland hefur nú skorað 34 mörk í 36 landsleikjum en fyrra…

Erling Haaland sló í gærkvöldi 90 ára gamalt markamet norska landsliðsins í knattspyrnu þegar hann skoraði tvívegis í 3:0-sigri Noregs á Slóveníu í 3. riðli B-deildar Þjóðadeildar Evrópu. Haaland hefur nú skorað 34 mörk í 36 landsleikjum en fyrra met frá árinu 1934 átti Jörgen Juve sem skoraði 33 mörk í 45 landsleikjum.

Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason verður heiðraður fyrir leik Íslands og Wales í B-deild Þjóðadeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld. Alfreð tilkynnti nýverið að landsliðsskórnir væru komnir á hilluna og hyggst KSÍ heiðra hann fyrir framlag sitt til góðs árangurs landsliðsins, þar sem Alfreð lék 73 A-landsleiki og skoraði 18 mörk.

Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson létu vel að sér kveða en gátu ekki komið í veg fyrir naumt

...