Suðurkóreski rithöfundurinn Han Kang hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Á blaðamannafundi í húsakynnum Sænsku akademíunnar (SA) í Stokkhólmi í gær sagði Mats Malm, ritari SA, að Han Kang, sem fædd er 1970, hlyti verðlaunin fyrir…
Verðlaunahöfundur Han Kang á blaðamannafundi í Seúl eftir að tilkynnt var að hún hefði hlotið alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin 2016 fyrir skáldsögu sína, Grænmetisætuna, sem út kom á íslensku árið 2017.
Verðlaunahöfundur Han Kang á blaðamannafundi í Seúl eftir að tilkynnt var að hún hefði hlotið alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin 2016 fyrir skáldsögu sína, Grænmetisætuna, sem út kom á íslensku árið 2017. — AFP/Jung Yeon-Je

Silja Björk Huldudóttir

silja@mbl.is

Suðurkóreski rithöfundurinn Han Kang hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Á blaðamannafundi í húsakynnum Sænsku akademíunnar (SA) í Stokkhólmi í gær sagði Mats Malm, ritari SA, að Han Kang, sem fædd er 1970, hlyti verðlaunin fyrir „ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins“. Sagðist hann rétt fyrir fundinn hafa náð tali af Han Kang og fært henni gleðitíðindin, en hún hafði þá nýlokið við að borða kvöldmat ásamt syni sínum á heimili þeirra í Seúl.

Í viðtali á vegum Nóbelsstofnunarinnar sem AFP greinir frá kemur fram að Han Kang hafi verið bæði hissa og líti á verðlaunin sem mikinn heiður. „Ég vona að þetta séu góðar fréttir fyrir kóreska bókmenntaunnendur, vini mína, höfunda

...