Biskupar Stafir með nafni sr. Guðrúnar voru skrúfaðir á töfluna í gær.
Biskupar Stafir með nafni sr. Guðrúnar voru skrúfaðir á töfluna í gær. — Ljósmynd/Kristín Þórunn Tómasdóttr

„Hér í Skálholti höldum við sögunni hátt á loft en fylgjum jafnframt straumi tímans og tíðaranda. Á þessum stað hafa biskupar setið og hér er dómkirkja, en því fylgir að alla helga daga eru hér guðsþjónustur í kirkju sem hefur sérstaka stöðu og tengingu við embætti biskups,“ segir sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur í Skálholti.

Í vikunni var ráðsmaðurinn í Skálholti ræstur út. Guðmundur Hrafn Sveinbjörnsson tók fram borvélina og festi á marmaraplötu stafi með nafni Guðrúnar Karls Helgudóttur nýs biskups Íslands. Hún er 15. í röð þeirra sem embættinu gegna, en nöfn þeirra allra eru á fyrrnefndri plötu á áberandi stað í kirkjunni. Þar eru einnig nöfn allra Skálholtsbiskupa, samkvæmt sögu sem nær aftur til ársins 1056. Núverandi vígslubiskup er sr. Kristján Björnsson.

„Í dag er kraftur í starfi kirkjunnar. Sú

...