Rekstur fyrirtækja í eigu sveitarfélaga er kannski ekki spennandi pólitík en ef það er ekki rétt gert fer allt mjög fljótt á hliðina.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Sveitarfélög reka margvísleg fyrirtæki til að tryggja nauðsynlega innviði. Í Reykjavík eru nokkur slík, t.d. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikilvægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnunarhætti leiða okkur áfram.

Góðir stjórnunarhættir innleiddir

Almenn eigandastefna borgarinnar var samþykkt 2022 og unnin í þverpólitískri sátt. Að koma á þeirri stefnu var hvorki einfalt né auðvelt en afar lærdómsríkt og mikilvægt. Eigandastefna hljómar kannski ekki sem mest spennandi pólitík í heimi en rekstur fyrirtækja í opinberri eigu er gríðarlega viðamikið viðfangsefni og mikilvægt að það sé gert rétt, því annars fer allt mjög fljótt á hliðina.

Mín trú er að með slíkri stefnu tryggjum við

...