Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var sýknaður af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið hafði upphaflega verið fellt niður af héraðssaksóknara en sú niðurstaða var kærð til ríkissaksóknara sem ákærði í málinu. Þinghald fór fram fyrir lokuðum dyrum til að verja friðhelgi meints brotaþola.

„Ég átti alltaf von á jákvæðri niðurstöðu í þessu máli en engu að síður er þetta mikill léttir fyrir mig,“ sagði Albert í færslu sem hann birti á Instagram.

Dómurinn var birtur á vefsíðu Héraðsdóms. Þar kemur fram að framburður konunnar hafi ekki þótt nógu áreiðanlegur. Jafnframt að hún hafi leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis en verið sagt að koma daginn eftir.