Allir 24 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eru heilir heilsu og klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Wales í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18.45
Landsliðsþjálfari Åge Hareide situr fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambandsins á Laugardalsvelli í gær.
Landsliðsþjálfari Åge Hareide situr fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambandsins á Laugardalsvelli í gær. — Morgunblaðið/Karítas

Þjóðadeildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Allir 24 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eru heilir heilsu og klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Wales í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18.45.

Þetta tilkynnti Åge Hareide, þjálfari íslenska liðsins, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í gær.

„Gylfi Þór Sigurðsson er sá eini sem hefur verið tæpur vegna bakmeiðsla en hann hefur æft með okkur síðustu daga og virðist vera í góðu standi. Hópurinn er í betri málum núna en hann var í síðasta verkefni sem eru góðar fréttir fyrir okkur,“ sagði Hareide.

Íslenska liðið er sem stendur í

...