Kristinn Skæringsson fæddist á Rauðafelli, Austur-Eyjafjallahreppi 25. apríl 1932. Hann lést á heimili sínu 20. september 2024.

Kristinn var sonur hjónanna Skærings Sigurðarsonar bónda á Rauðafelli í Austur-Eyjafjallahreppi, f. 14 mars 1886, d. 27. febrúar 1973, og konu hans Kristínar Ámundadóttur, f. 13. apríl 1886, d. 26. september 1932.

Aðeins tveggja daga gamall flutti ljósmóðir sveitarinnar, Guðfinna Ísleifsdóttir, Kristin með sér að Drangshlíð í Austur-Eyjafjallahreppi þar sem hún og eiginmaður hennar, Gissur Jónsson bóndi og hreppstjóri, gengu Kristni í foreldrastað og ólu hann upp til fullorðinsára. Kristinn var yngstur 14 systkina og eignaðist auk þess fóstursystkini og uppeldissystkini í Drangshlíð. Allt þetta fólk er nú fallið frá.

Kristinn fékk sína hefðbundnu menntun í

...