— Morgunblaðið/Karítas

Starfsmenn Dekkjahallarinnar höfðu nóg að gera í gær. Þegar Morgunblaðið bar að garði var löng bílaröð þar fyrir utan. Viðskiptavinir biðu þolinmóðir eftir að láta setja vetrardekkin undir bíla sína, fyrsta snjódaginn þennan veturinn í Reykjavík.

Starfsmenn dekkjaverkstæða
á Akureyri höfðu vart undan
eins og kom fram á mbl.is í gær.
Helga Kristín Helgadóttir, starfsmaður Dekkjahallarinnar
á Akureyri, segir söguna þá sömu á ári hverju. Veturinn komi fólki alltaf jafn mikið á óvart og því sé ekki hjá önnum komist á þessum árstíma. „Þetta er alltaf eins um leið og byrjar að snjóa. Maður reynir að spara naglana eins og hægt er og þá er þetta alltaf svona þegar fyrsti snjórinn kemur,“ segir Helga. Biðtíminn var kominn upp í tvær klukkustundir en viðskiptavinir sýndu ástandinu skilning.