Stefán Jónsson fæddist í Hrepphólum í Hrunamannahreppi 13. apríl 1937. Hann lést 29. september 2024.

Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurðsson bóndi í Hrepphólum, f. í Hrepphólum 5. apríl 1899, d. 31. ágúst 1990, og Elísabet Kristjánsdóttir húsfreyja, f. á Ísafirði 12. maí 1909, d. 20. janúar 2005.

Stefán var þriðji í röð átta systkina. Hin eru Elín, f. 1933, d. 2013, Sigurður, f. 1934, Guðjón, f. 1938, d. 2011, Kristján, f. 1942, d. 2016, Gunnar, f. 1944, Sólveig, f. 1946, og Anna, f. 1954.

Stefán kvæntist 6. júní 1960 Katrínu Ólafsdóttur, f. 5. nóvember 1938, og hófu þau búskap í Hrepphólum. Foreldrar Katrínar voru Guðbjörg Pálsdóttir, f. 1899, d. 1982, og Ólafur Gíslason frá Björk, f. 1899, d. 1943.

Börn Stefáns og Katrínar eru: 1) Ólafur, f.

...