Íslenska hátæknifyrirtækið CRI hefur undirritað samning um notkun á tækni fyrirtækisins til framleiðslu á 170 þúsund tonnum af grænu metanóli á ári í einni stærstu rafeldsneytisverksmiðju heims í Liaoyuan í Kína sem nú er í byggingu.

Verður verksmiðjan, sem er í eigu Tianying Group, sú þriðja í landinu sem nýtir tækni CRI. Hinar tvær voru gangsettar á árunum 2022 og 2023.

Gangsetja á verksmiðjuna í Liaoyuan í lok árs 2025. » 12