Gunnar Óla og Addi Fannar í hljómsveitinni Skítamóral mættu í spjall í morgunþættinum Ísland vaknar í gær en þeir ræddu meðal annars fyrirpartí sveitarinnar og Skímó-tónleikana sem verða í Bæjarbíói í kvöld. Þar kom í ljós að fyrirpartí sveitarinnar hefðu breyst töluvert frá aldamótum en Gunni lýsti partíplani sínu í þættinum. „Ég sæki peyjann minn á fótboltaæfingu og svo þarf ég að fara á foreldrafund hjá Knattspyrnudeildinni hjá Haukum til að gera klárt fyrir mót um helgina. Það verður svona mitt fyrirpartí fyrir tónleikana,“ sagði Gunni. Viðtalið er á K100.is.