Vísnagátan var sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi: Er í húsbíl oftast hann, orðið haft um röskan mann, hundsnafn þetta einnig er, og svo skattur því er ver. Guðrún Bjarnadóttir hittir naglann á höfuðið: Í húsbílnum er handvaskur

Pétur Blöndal

halldorblondal@simnet.is

Vísnagátan var sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi:

Er í húsbíl oftast hann,

orðið haft um röskan mann,

hundsnafn þetta einnig er,

og svo skattur því er ver.

Guðrún Bjarnadóttir hittir naglann á höfuðið:

Í húsbílnum er handvaskur.

Í honum býr nú vaskur gaur

með Vask, sinn hvutta. Víst karskur,

þó VSKur gerði hann alveg staur.

Erla Sigríður Sigurðardóttir lætur ekki sitt eftir liggja:

Karl upp vaskar disk og dall

...