Ég lenti inni á fornbókamarkaðnum á góðum tíma, aðföng voru mikil og margt af góðu efni sem mín kynslóð hefur kannski ekki smekk og bragð fyrir, en ég hef ánægju af.
„Ég var fullur af fordómum út í móderníska ljóðlist,“ segir Valdimar Tómasson.
„Ég var fullur af fordómum út í móderníska ljóðlist,“ segir Valdimar Tómasson. — Morgunblaðið/Eyþór

Söngvar til sársaukans er ný ljóðabók eftir Valdimar Tómasson. „Þetta er ljóðaflokkur þar sem fjallað er um þann tilvistarlega og tilfinningalega sársauka sem nútímamaðurinn virðist lifa við. Maður opnar varla fjölmiðil eða útvarp án þess að þar séu hörmungafréttir, stríð og átök og tilvistarangist,“ segir Valdimar sem var tæp fjögur ár að vinna flokkinn.

„Ég var byrjaður á þessu handriti áður en síðasta bók kom út. Svo setti ég ljóðaflokkinn í hvíld, fjarlægðist hann og kom síðan að honum aftur, bætti í og endurskoðaði.“

Spurður hvort hann þurfi sérstakar aðstæður til að yrkja segir Valdimar: „Ég þarf að komast í ákveðið ástand og þá sækir á mig söngur og seiður. Það fylgir því síðan meiri handavinna og yfirseta að vinna textann.“

Áhrif skólaljóðanna

...