Páll Ísólfsson fæddist 12. október 1893 á Stokkseyri. Hann var elstur ellefu barna hjónanna Ísólfs Pálssonar, organleikara og tónskálds, og Þuríðar Bjarnadóttur. Fimmtán ára fór hann til Reykjavíkur og þar nam hann tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni…

Páll Ísólfsson fæddist 12. október 1893 á Stokkseyri. Hann var elstur ellefu barna hjónanna Ísólfs Pálssonar, organleikara og tónskálds, og Þuríðar Bjarnadóttur. Fimmtán ára fór hann til Reykjavíkur og þar nam hann tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi og dómorganista áður en hann fór til Konunglega tónlistarskólans Leipzig. Þar naut hann kennslu frægra tónlistarmanna eins og dr. Karls Straube kantors við Tómasarkirkju borgarinnar, Max Regers tónskálds og síðar hjá hinum fræga organista Joseph Bonnet í framhaldsnámi í París.

Þótt Páli hafi boðist mörg tækifæri erlendis vildi hann fara til heim og hann var frumkvöðull í að móta tónlistarlíf Íslands á síðustu öld. Hann var m.a. fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930, organisti í Fríkirkjunni og síðar Dómkirkjunni og tónlistarstjóri útvarpsins um áratugaskeið og ritaði tónlistargagnrýni í Morgunblaðinu.

Páll var tvíkvæntur og átti fjögur börn. Hann lést 23. nóvember 1974.