Varamaðurinn Logi Tómasson var hetja íslenska landsliðsins í fótbolta á Laugardalsvellinum í gærkvöld þegar það gerði jafntefli, 2:2, við Walesbúa í Þjóðadeildinni. Wales var með forystu í hálfleik, 2:0, eftir að Harry Wilson stakk sér tvívegis inn fyrir vörn Íslands eftir langar sendingar
Mark Logi Tómasson fagnar ásamt Orra Steini Óskarssyni eftir að hann minnkaði muninn í 2:1 um miðjan síðari hálfleik gegn Wales í gærkvöld.
Mark Logi Tómasson fagnar ásamt Orra Steini Óskarssyni eftir að hann minnkaði muninn í 2:1 um miðjan síðari hálfleik gegn Wales í gærkvöld. — Morgunblaðið/Eyþór

Í Laugardal

Víðir Sigurðsson

Bjarni Helgason

Jóhann Ingi Hafþórsson

Varamaðurinn Logi Tómasson var hetja íslenska landsliðsins í fótbolta á Laugardalsvellinum í gærkvöld þegar það gerði jafntefli, 2:2, við Walesbúa í Þjóðadeildinni.

Wales var með forystu í hálfleik, 2:0, eftir að Harry Wilson stakk sér tvívegis inn fyrir vörn Íslands eftir langar sendingar. Í fyrra skiptið fylgdi Brendan Johnson eftir á marklínunni og skoraði en Wilson skoraði sjálfur og kom Wales í 2:0.

Íslenska liðið kom tvíeflt til síðari hálfleiks, með Loga og Mikael Egil Ellertsson sem fríska varamenn, og var búið að fá fimm fín færi til að skora áður en vinstri bakvörðurinn Logi tók til sinna ráða. Orri Steinn Óskarsson átti þar m.a. hörkuskot

...