— Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir

Um hvað fjallar heimildarmyndin Göngin?

Myndin fjallar um graffítí á Íslandi. Í kringum aldamótin 2000 var mikill uppgangur í graffítí, sem yfirvöld litu á sem skemmdarverk, en þeir sem stunduðu graffítí sögðu það vera list. Í undirgöngunum á Klambratúni léku graffítílistamenn lausum hala og sinntu sköpun sinni. Í myndinni reynum við að taka á þessu frá báðum sjónarhornum, það er að segja borgarinnar og graffítílistamanna. Svo segjum við frá Jóa, sem er starfsmaður borgarinnar og lendir dálítið þarna á milli.

Hver var Jói?

Jói var Jóhann Jónmundsson, sem lést því miður snemma á síðasta ári. Hann var gangavörður í undirgöngunum við Klambratún. Hann fór að fá áhuga á graffítí því á hverri nóttu var eitthvað nýtt að birtast þarna, sumt fannst honum flott og annað ekki. Hann

...