Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður á grundvelli þeirrar hugsjónar að vinna að framfaramálum fyrir þjóðina, þannig að allar stéttir nytu góðs af því.

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Þórdís Kolbrún R.

Gylfadóttir

thordiskolbrun@althingi.is

Hvert sem litið er í heiminum taka stjórnmálin oft á sig þá mynd að þau séu leikur eða leikrit. Umfjöllun og opinber umræða um stólaleiki, stöðutöku, persónulegan metnað og leikjafræði í pólitík eru oft fyrirferðarmeiri en sá hluti sem snýr að inntaki þeirra ákvarðana og stefnumörkunar sem stjórnmálafólk er ábyrgt fyrir. Leikritið sjálft getur hæglega orðið að meginhugðarefni stjórnmálamanna ef við minnum okkur ekki reglulega á hina alvarlegu ábyrgð sem við höfum tekið að okkur fyrir hönd samfélagsins sem við höfum boðist til þess að þjóna.

Við sem höfum alist upp á Íslandi vitum að hér eigum

...