Ferðamaðurinn fer og segir þér hvert hann fór – en landkönnuðurinn fer og segir þér hvað hann lærði.
Jóhannes Gunnarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson á Eurovision-safninu á Húsavík.
Jóhannes Gunnarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson á Eurovision-safninu á Húsavík. — Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson

Eurovision Song Contest:The Story of Fire Saga sem sýnd var á Netflix árið 2020 skartar bandaríska leikaranum Will Ferrell í aðalhlutverki, en hann er jafnframt annar handritshöfunda myndarinnar. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, en sögupersónur hennar eru einmitt frá Húsavík. Myndin er í dag Íslendingum flestum vel kunn. Á Húsavík er starfrækt sérstakt Eurovision-safn og þar hafa blaðamenn Morgunblaðsins mælt sér mót við Örlyg Hnefil Örlygsson safnstjóra og Jóhannes Gunnarsson, sem nýlega tók við starfi framkvæmdastjóra Norðursiglingar. Húsavík hefur um árabil verið þekkt fyrir sín öflugu hvalaskoðunarfyrirtæki, sem dregið hafa töluverðan fjölda ferðamanna norður á Skjálfanda til að bera þessar glæsilegu skepnur augum.

Viðspyrna úr óvæntri átt

...