Ég hef aldrei þurft að gera þetta með persónu áður, það er að verða svona grimm og illkvittin.
Saoirse Ronan er hamingjusöm og sátt í eigin skinni.
Saoirse Ronan er hamingjusöm og sátt í eigin skinni. — AFP/Henry Nicholls

Það er mjög spennandi að þessar tvær myndir verði frumsýndar á svo til sama tíma vegna þess að þær gætu ekki verið ólíkari,“ segir írska leikkonan Saoirse Ronan við AP-fréttaveituna um dramað The Outrun, sem byrjað er að sýna, og stríðsmyndina Blitz, sem kemur í kvikmyndahús innan fárra vikna. „Það er mjög spennandi að styðja við bakið á þeim báðum enda voru bæði verkefni mjög persónuleg, af ólíkum ástæðum.“

Ronan fer með burðarhlutverkið í The Outrun, sem hin þýska Nora Fingscheidt leikstýrir; leikur þar unga konu sem keyrir sig í þrot með óhóflegri drykkju í Lundúnum og leitar sér aðstoðar. Að lokinni meðferð snýr hún aftur til æskustöðvanna á Orkneyjum en gengur illa að koma aftur undir sig fótunum.

Leitar að syni sínum

Í Blitz eftir

...