Fylgi stjórnarflokkanna hélt áfram að dala samkvæmt könnun Prósents, Sjálfstæðisflokkurinn kominn niður í 12%, Framsókn komin í fallbaráttu með 5% og Vinstri grænir kolfallnir með 3%
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, nýsæmd fílsorðunni af Friðriki Danakonungi X., í sinni fyrstu opinberu heimsókn.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, nýsæmd fílsorðunni af Friðriki Danakonungi X., í sinni fyrstu opinberu heimsókn. — Ritzau Scanpix/Bo Amstrup

5.10. – 11.10

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Fylgi stjórnarflokkanna hélt áfram að dala samkvæmt könnun Prósents, Sjálfstæðisflokkurinn kominn niður í 12%, Framsókn komin í fallbaráttu með 5% og Vinstri grænir kolfallnir með 3%. Miðflokkurinn reisti sig hins vegar í 18% en Samfylking með 26%.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kvaðst ekki vilja veita fé úr ríkissjóði til þess að leggja flugvöll í Hvassahrauni, á suðvesturhorninu væru fyrir tveir flugvellir.

Jón Gnarr, sem vill bjóða sig fram fyrir Viðreisn í

...