Ingibjörg Runólfsdóttir fæddist 24. mars 1933. Hún lést 3. október 2024.

Útför Ingibjargar fór fram 11. október 2024.

Þannig týnist tíminn þó hann birtist við og við segir í lagi sem okkur ömmu þótti vænt um. Amma velti gjarnan fyrir sér söngtextum og ljóðum og kunni líka mikið af gömlum kvæðum sem hún vitnaði gjarnan í.

Undanfarið hefur setning vinar okkar „vandaðu þig að lifa, það er flókið að missa“ verið ofarlega í huga fjölskyldunnar. Hún er svo sönn og lýsir vel þeim tilfinningum sem við höfum fundið fyrir síðustu daga og ekki síst í dag þegar við fylgjum ömmu síðasta spölinn. Það er flókið að missa. Vegna þess að á sama tíma og við erum þakklát fyrir að amma hafi fengið rúmlega 90 ár við góða heilsu og hún hafi sjálf verið ferðbúin þá finnum við fyrir sorg og söknuði. Amma hefur

...